Úrræðið er lokaverkefni í fjölskyldumeðferð og þessi heimasíða er í vinnslu. Vonandi verður úrræðið að veruleika.
Velkomin á FEF.is - Hvað er FEF?
Hvað er fíknivandi?
Undanfarna áratugi hefur fíknivandi verið meðhöndlaður út frá svokölluðu sjúkdómslíkani sem gengur útfrá því að fíknivandi sé heilasjúkdómur. Í auknum mæli er horft á fíknivanda sem afleyddan vanda með flóknu samspili lífræðilegra og sálrænna þátta. Samkvæmt Gabor Maté er öll fíknihegðun byggð á sama fíknikerfinu, sama hvernig hún birtist. Öll fíknihegðun, sama hvort hún inniheldur vímuefnaneyslu eða aðra hegðun eins og spilafíkn eða kynlífsfíkn byggir á sama fíknikerfinu, bæði líffræðilega og andlega. Öll fíknihegðun á það sameiginlega markmið að breyta lífefnafræði heilans. Fíknivandi er því ekki einungis af sálrænum toga. Þrjú megin kerfi heilans sem tengjast fíknivanda eru: Dópamínkerfið, endorfínkerfið og sefunarkerfið (e. selfregulatory system). ¾ af þroska mannsheilans verður eftir fæðingu af þróunarfræðilegum ástæðum og hlutfallslega lang mest fyrstu 3 árin. Of mikil streita og tengslaáföll eins og skortur á umönnun getur valdið því að kerfi heilans sem tengjast fíkn verði óþroskuð og eykur þetta líkurnar á fíknivanda seinna á lífsleiðinni. Fólk sem glímir við einhverskonar tengslavandi er í aukinni hættu á að þróa með sér fíknivanda. Rannsóknir hafa sýnt að heili barna sem hafa verið vanrækt getur verið að allt að 7-8% minni en í jafningjum. Áföll og óhófleg streita í barnæsku hefur mótandi áhrif á streituþol einstaklinga út lífið og geta einstaklinga til að þola streitu er nátengt fíknivanda. Í auknum mæli er horft á fíknivanda sem afleyddan vanda með flókið samspil lífræðilegra og sálrænna þátta.
Staðan á Íslandi
Samkvæmt skýrslu frá Landlæknisembætti Íslands sem kom út árið 2020 féllu 25% íslenskra karla og 22% íslenskra kvenna undir skilgreininguna á áhættusömu drykkjumynstri árið 2019. Árið 2005 setti heilbrigðisráðherra fram skýrslu um stöðu áfengis og vímuefnamála hér á landi og í henni má finna ýmsar tillögur að úrbótum. Í skýrslunni kemur fram að meðferðarúrræði þurfi að vera fjölbreyttari og uppfylla þarfir sem flestra. Í skýrslunni er bent á að úrval meðferðarúrræða á Íslandi sé fremur einhæft og að flest úrræði krefjist innlagnar á meðferðarstofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslunni er því velt upp hvort efla þurfi þjónustu hérlendis við maka, foreldra og aðra nána ættingja. Undanfarin ár hafa sérfræðingar í málaflokknum hvatt til endurskoðunar á ýmsum hugmyndum um fíknivanda. Komið hafa fram auknar áherslur á skaðaminnkandi nálgun á fíknivanda. Þá er lögð megin áhersla á að auka lífsgæði og draga úr slæmum afleiðingum neyslunnar fyrir einstaklinginn (Bacon, 2019). Í dag er orðið viðurkenndara að engin ein meðferðarnálgun eða úrræði fyrir fíknivanda henti öllum, því er fjölbreytni af hinu góða.
Hvers vegna fjölskyldumeðferðarnálgun?
Fjölskyldumeðferð er gagnreynt og árangursríkt meðferðarúrræði (e. evidence-based practice) sem miðar að því að hjálpa fjölskyldum að efla tengsl og bæta samskiptin sín á milli ásamt því að takast á við margvísleg verkefni sem fjölskyldur standa frammi fyrir. Í fjölskyldumeðferð er horft til þess hvað hefur áhrif á vandann og aðstæður í stað þess að einblína á lýsingar á vandanum.
Ástæðan fyrir því að kenningar fjölskyldumeðferðar eru til grundvallar FEF er mikilvægi þess að taka mið af áhrifamætti heildarinnar og viðurkenna að fíkn er ekki vandi einstaklingsins heldur fjölskyldunnar allrar. Markmið úrræðisins er að hjálpa aðstandendum að skilja áhrif fíknivanda á fjölskyldukerfið. Einnig að efla skilning fjölskyldunnar á áhrifunum sem einstaklingur getur haft á fjölskyldukerfið með því að vinna að því að lifa og hegða sér samkvæmt eigin gildum og viðhorfum. Þegar einstaklingar innan fjölskyldu eru meðvitaðir um eigin áhrif á fjölskyldukerfið skapa þeir meiri stöðugleika í fjölskyldunni. Tilgangur úrræðisins er að bregðast við þörf aðstandenda þeirra sem eru með fíknivanda, fyrir fræðslu, stuðning og meðferð. Með því að nálgast fíknivanda sem fjölskyldumál er hægt að efla lífsgæði einstaklinga innan fjölskyldunnar þrátt fyrir fíknivanda.