Algengar spurningar um FEF
Aðastandandi minn er ekki tilbúin að hætta neyslu á ég samt erindi ?
Stutta svarið við þessu er já! FEF hjálpar aðstendum að auka eigin lífsgæði og vera hreyfiafl inn í fjölskyldu sína til jákvæðra breytinga. Það er ekki skilyrði að einstaklingur með fíknivanda hætti að nota, áherslan er frekar á að auka lífsgæði fjölskyldunnar í heild.
Aðstandandi minn viðurkennir ekki að fíknin sé vandamál er FEF samt fyrir mig ?
Já, þó að aðastandi þinn viðurkenni neyslu sína ekki sem vandamál getur þú nýtt þér FEF. Megin inntak FEF er að auka skilning, fá nýja sýn á eigin fjölskyldu og breyta eigin hegðun. Þú getur gert það sama hvort aðstandandi þinn viðurkennir neyslu sína sem vandamál eða ekki.
Hvað kostar að taka þátt í FEF?
Að skrá sig í FEF grunn kostar kr. 6.900 en það er gagnvirkt úrræði í gegnum netið. FEF meðferð kostar kr. 40.000 á fjölskyldu en það er átta skipta hópmeðferð. Þáttakendur í FEF meðferð fá einnig aðgang að FEF grunni. FEF plús kostar kr.12.900 viðtalið við fjölskyldufræðing FEF.
Er FEF fyrir börn ?
Ef aðstandandi þinn, sem glímir við fíknivanda, er barn undir 18 ára aldri er FEF því miður ekki rétta úrræðið fyrir ykkur. Vinnan í FEF byggir á hugtökum og leiðum sem henta illa þegar barn er sá sem glímir við fíknivanda. Við munum vonandi í framtíðinni geta boðið upp á leið innan FEF sem tekur mið af þessum hópi.
Má sá sem glímir við fíknina vera með?
Öll fjölskyldan er velkomin og getur nýtt sér FEF. En markmið þess að koma í FEF ætti aldrei að vera til þess að þrýsta á einstakling sem glímir við fíknivanda til þess að hætta að nota. Ef það gerist sem aukaverkun út frá breytingum sem aðrir fjölskyldumeðlimir gera er það gott og vel, en megin markmið FEF er að auka lífsgæði fjölskyldunnar í heild.
Ef þú hefur spurningar sem er ósvarað máttu endilega senda okkur fyrirspurn á fef@fef.is