FEF GRUNNUR
FEF grunnur er átta vikna netnámskeið fyrir aðstandendur einstaklinga sem glíma við fíknivanda og er byggt upp á erlendri fyrirmynd. Námskeiðið byggir á fræðslu í gegnum myndbönd og lesefni og gagnvirkum æfingum í gegnum rafræna vinnubók. FEF grunnur er fyrir alla aðstandendur einstaklinga sem glíma við fíknivanda, sama af hvað toga hann er.
FEF MEÐFERÐ
FEF meðferð er átta skipta hópmeðferð, sem stendur yfir í 16 vikur, fyrir aðstandendur einstaklinga sem glíma við fíknivanda. FEF meðferðaraðili stýrir meðferðinni og leiðir þátttakendur í gegnum efnið. Efnið sem farið er í gegnum er í megin dráttum sama og í FEF grunni en með aðstoð fagaðila og jafningja verða skilningur og árangur enn meiri.
FEF plús
FEF plús er eingöngu í boði fyrir þá sem eru í eða hafa lokið FEF grunni eða FEF meðferð. FEF plús eru fjölskylduviðtöl hjá fjölskyldufræðingum okkar.