Fjölskyldufræðingarnir á bakvið verkefnið




Verkefnið Fíkn er fjölskyldumál (FEF) er hugarfóstur fimm fjölskyldufræðinga sem kynntust í námi í fjölskyldumeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands.
Úrræðið varð til útfrá lokaverkefni hópsins til diplómagráðu í fjölskyldumeðferð. Verkefnið hélt áfram að þróast eftir útskrift og styrkti Velferðarráðuneyti úrræðið til fjögurra ára. Nýverið fengu þau öll fálkaorðuna.


Bjarney Rún Haraldsdóttir
Fjölskyldufræðingur
Sálfræði BA

Bjarney starfar í dag sem fjölskyldufræðingur í geðheilsuteymi austur og er stjórnarformaður í Berginu Headspace. Bjarney starfaði áður sem verkefnastýra í Kvennaathvarfinu á Akureyri og sem teymisstjóri í Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Bjarney er meðstofnandi FEF.


Gunnar Þór Gunnarsson
Fjölskyldufræðingur
Félagsráðgjafi MA

Gunnar starfar í dag sem málastjóri í geðheilsuteymi HSu á Selfossi. Gunnar situr í Geðráði Íslands sem var stofnað nýlega og hefur áhuga á málefnum sem tengjast geðheilsu. Gunnar starfaði áður í ART- Teymi Suðurlands við námskeiðshald og hópmeðferð. Gunnar er meðstofnandi FEF.


Helena Katrín Hjaltadóttir
Fjölskyldufræðingur
Stjórnun menninga og menntastofnana MA

Helena starfar í dag hjá Auðnast sem er fyrirtæki sem þjónustar bæði fyrirtæki og einstaklinga. Í starfi sínu sinnir Helena fjölskyldumeðferð, stjórnendahandleiðslu og fræðslu meðal annarra verkefna. Áður starfaði Helena sem skólastjórnandi í grunnskóla og dregur af því mikla reynslu. Helena er meðstofnandi FEF.



Katrín Þrastardóttir
Fjölskyldufræðingur
Sálfræði B.sc.

Katrín er teymisstjóri hjá ART- teymi Suðurlands og sinnir meðal annars í störfum sínum námskeiðshaldi og hópmeðferð. Katrín var áður formaður félagsins Samvera sem hélt úti geðfræðslu fyrir verðandi og nýbakaða foreldra. Katrín er meðstofnandi FEF.

Rakel Kemp Guðnadóttir
Fjölskyldufræðingur
Uppeldis- og menntunarfræði MA
Diplóma í barnavernd

Rakel er uppeldis- og fjölskylduráðgjafi hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar. Í starfi sínu sinnir Rakel fjölskyldumeðferð, uppeldisráðgjöf og fyrirlestrahaldi. Ásamt því sinnir Rakel handleiðslu til starfsmanna skóla á svæðinu. Áður starfaði Rakel í Fjarðabyggð sem sérfræðingur í barnavernd. Rakel er meðstofnandi FEF.